Kærustupar vann mestu afrekin á Íslandsmótinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson með uppskeru helgarinnar á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Instagram/@johannaelingud Það er óhætt að segja að SH-ingarnir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafi uppskorið vel á Íslandsmótinu í sundi um helgina. Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH). Sund Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH).
Sund Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira