Erlent

Drottningin missir af minningar­at­höfn vegna tognunar

Árni Sæberg skrifar
Elísabet drottning dvaldi á Sjúkrahúsi Játvarðs sjöunda konungs í Marylebone í London.
Elísabet drottning dvaldi á Sjúkrahúsi Játvarðs sjöunda konungs í Marylebone í London. Getty

Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki.

Drottningin hefur undanfarnar vikur verið í veikindaleyfi frá opinberum skyldum sínum. Hún hafði tilkynnt að hún myndi samt sem áður mæta á minningarathöfn í dag enda er minningardagurinn (e. Remembrance day) einn mikilvægasti dagur ársins í hugum margra Breta.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar að Elísabet önnur sé miður sín yfir því að missa af athöfninni.

Þá segir að tognunin sé alls ótengd veikindum drottningarinnar undanfarið.

Aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar verða á sínum stað við athöfnina og mun Karl Bretaprins taka stað móður sinnar og sinna verkefnum sem eru venjulega á hennar könnu.


Tengdar fréttir

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×