Drottningin hefur undanfarnar vikur verið í veikindaleyfi frá opinberum skyldum sínum. Hún hafði tilkynnt að hún myndi samt sem áður mæta á minningarathöfn í dag enda er minningardagurinn (e. Remembrance day) einn mikilvægasti dagur ársins í hugum margra Breta.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar að Elísabet önnur sé miður sín yfir því að missa af athöfninni.
Þá segir að tognunin sé alls ótengd veikindum drottningarinnar undanfarið.
Aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar verða á sínum stað við athöfnina og mun Karl Bretaprins taka stað móður sinnar og sinna verkefnum sem eru venjulega á hennar könnu.