Góð frammistaða Elísu hjálpaði Natöshu að fá tækifæri í landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 15:01 Natasha Anasi og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, takast í hendur en Natasha gekk í raðir Breiðabliks á dögunum. Hún hefur áður leikið með Keflavík og ÍBV hér á landi, allt frá árinu 2014. Breiðablik Hin þrítuga Natasha Anasi gæti leikið sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska A-landsliðið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Natasha og nýliðinn Ída Marín Hermannsdóttir koma nýjar inn í hópinn frá síðasta verkefni. Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03