Súperman og súperstjarna fundu sér ný lið í NFL deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 10:31 Cam Newton tekur hér Súperman fagnið sitt þegar hann lék síðast með liði Carolina Panthers. Hann er núna kominn aftur heim. Getty/Dannie Walls Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum. Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann. NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann.
NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira