Þingmannadætur í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir verða með íslenska landsliðinu í leik á móti Rúmeníu í dag. Skjámynd/Youtube/Karfan Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir eru staddar í Rúmeníu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en fram undan er leikur í kvöld á móti Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2023. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira