Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 15:31 Sir Alex Ferguson og Neil Warnock á góðri stundu. Getty/ Tom Purslow Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980. Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira