Minnir á mál Tonyu og Nancy Kerrigan: Myndaðar saman á Kópavogsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 11:31 Aminatu Diallo er hér lengst til vinstri en Kheira Hamraoui ræðir málin við liðsfélaga sinn Kadidiatou Diani þegar þær ganga af velli í leiknum á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Getty/Hafliði Breiðfjörd Það er óhætt að segja að mál frönsku landsliðskvennanna hjá Paris Saint Germain minnir mikið á mál bandarísku skautadansaranna Tonyu Harding og Nancy Kerrigan. Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding. Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding.
Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira