Martin skoraði 11 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar í liði Valencia. Klemen Prepelič var stigahæstur í liði gestanna með 20 stig.
Valencia er í 4. sæti B-riðils Evrópubikarsins með tvo sigra og tvö töp í fyrstu fjórum umferðum riðilsins.
Tíu lið eru í B-riðli, leikið er heima og að heiman. Fara efstu fjögur lið riðilsins í 8-liða úrslit ásamt fjórum liðum úr A-riðli.