Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálstofnunar í annað skiptið sumarið 2020. Vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk. Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05