Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 11:03 Tveir hópar farenda komust yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Póllands í nótt. AP Photo/Czarek Sokolowski Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52