Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo var mjög öflugur í sigri Bucks liðsins í nótt. AP/Matt Slocum NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira