„Væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Valur - Breiðablik Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir „Þetta er alla vega búið að vera krefjandi ár en mjög lærdómsríkt,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta. Covid-19 og ítrekuð meiðsli í læri hafa varpað skugga á fyrsta ár hennar í atvinnumennsku en hún er staðráðin í að sýna hvað hún getur á næsta ári. Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira