Klopp reiður: Dómarinn faldi sig á bak við VAR til að auðvelda sér lífið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Alisson reynir að útskýra það fyrir Craig Pawson hvað gerðist í horninu. AP/Ian Walton Jürgen Klopp sá sína menn í Liverpool tapa í fyrsta sinn í gær og knattspyrnustjórinn brosmildi gerði eitthvað allt annað en að brosa í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira