Durant skipti út martraðarminningu með góðum leik og góðum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Kevin Durant með boltann í leiknum á móti Toronto Raptors en Fred VanVleet er til varnar. AP/Frank Gunn Brooklyn Nets er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors heldur áfram frábærri byrjun sinni á tímabilinu en það gengur lítið sem ekkert hjá meisturum Milwaukee Bucks. Kevin Durant og James Harden áttu báðir góðan leik þegar Brooklyn Nets vann 116-103 útisigur á Toronto Raptors. Durant var með 31 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Harden skoraði 16 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var einnig með 10 fráköst og 8 stoðsendingar. KD: 31 PTS, 7 REB, 7 ASTHarden: 28 PTS, 10 REB, 8 AST@KDTrey5 and @JHarden13 put on a show to lead the @BrooklynNets to their fifth-straight win pic.twitter.com/Is8cvNTnLK— NBA (@NBA) November 7, 2021 Brooklyn liðið fékk einnig 14 stig og 11 fráköst frá Blake Griffin og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Þetta var fyrsti sigur Steve Nash sem þjálfara í sínu heimalandi en hann er kanadískur. Durant skoraði yfir tuttugu stig í tíunda leiknum í röð og bætti áfram félagsmetið yfir slíkt í byrjun tímabils. Hann var þarna að spila í fyrsta sinn í Toronto síðan að hann sleit hásinina á þessu gólfi í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2019. „Síðast þegar ég var hérna var ein mín lægtsta stund sem körfuboltamanns. Það er gott að snúa hingað aftur spilandi og sjá áhorfendur,“ sagði Kevin Durant. Poole (25 PTS) and @StephenCurry30 (20 PTS) lead the way in the @warriors fourth-straight dub pic.twitter.com/a5wHURXSN3— NBA (@NBA) November 8, 2021 Jordan Poole skoraði 15 af 25 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Golden State Warriors vann 120-107 sigur á Houston Rockets en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í níu leikjum á tímabilinu. Stephen Curry bætti við 20 stigum, Andrew Wiggins var með 16 stig og Draymond Green skoraði 6 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jae'Sean Tate var með 21 stig og 10 fráköst í áttunda tapleik Houston í röð. A cool 30 from @RealDealBeal23 @WashWizards get the win behind Bradley Beal's second 30-PT game of the season! pic.twitter.com/oGnh1X1SeP— NBA (@NBA) November 8, 2021 Bradley Beal skoraði 30 stig þegar Washington Wizards vann 101-94 á meisturum Milwaukee Bucks. Wizards liðið vann þarna sinn sjöunda sigur i tíu leikjum og hefur ekki byrjað betur síðan 2014-15 tímabilið. Aðra sögu eru að segja að meisturum Bucks. Giannis Antetokounmpo var með 29 stig og 18 fráköst en kom ekki í veg fyrir fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Clutch Cole @The_ColeAnthony drops a season-high 33 PTS and knocks down some crucial late buckets in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/m4l602NA0p— NBA (@NBA) November 8, 2021 Cole Anthony skoraði 24 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann Utah Jazz 107-100. Utah liðið tapaði þarna annað kvöldið í röð eftir að hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Donovan Mitchell skoraði 21 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 21 stig og 15 fráköst. Putting on a show in The Garden @rickyrubio9 drops a career-high 37 PTS with a career-high 8 3PM in the @cavs win in NYC! pic.twitter.com/XYqh7hdQRH— NBA (@NBA) November 8, 2021 Ricky Rubio skoraði 37 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 126-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta er það mesta sem Spánverjinn hefur skorað í einum leik í deildinni. Hann hafði mest skorað 34 stig í einum leik fyrir þennan leik. Cleveland liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og sjö af ellefu leikjum. Rubio kom inn af bekknum og gaf einnig tíu stoðsendingar í leiknum. Hann er fyrsti maðurinn í sögu NBA til að koma með að minnsta kosti 35 stig, 10 stoðsendingar og átta þrista af bekknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126 NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Kevin Durant og James Harden áttu báðir góðan leik þegar Brooklyn Nets vann 116-103 útisigur á Toronto Raptors. Durant var með 31 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Harden skoraði 16 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var einnig með 10 fráköst og 8 stoðsendingar. KD: 31 PTS, 7 REB, 7 ASTHarden: 28 PTS, 10 REB, 8 AST@KDTrey5 and @JHarden13 put on a show to lead the @BrooklynNets to their fifth-straight win pic.twitter.com/Is8cvNTnLK— NBA (@NBA) November 7, 2021 Brooklyn liðið fékk einnig 14 stig og 11 fráköst frá Blake Griffin og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Þetta var fyrsti sigur Steve Nash sem þjálfara í sínu heimalandi en hann er kanadískur. Durant skoraði yfir tuttugu stig í tíunda leiknum í röð og bætti áfram félagsmetið yfir slíkt í byrjun tímabils. Hann var þarna að spila í fyrsta sinn í Toronto síðan að hann sleit hásinina á þessu gólfi í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2019. „Síðast þegar ég var hérna var ein mín lægtsta stund sem körfuboltamanns. Það er gott að snúa hingað aftur spilandi og sjá áhorfendur,“ sagði Kevin Durant. Poole (25 PTS) and @StephenCurry30 (20 PTS) lead the way in the @warriors fourth-straight dub pic.twitter.com/a5wHURXSN3— NBA (@NBA) November 8, 2021 Jordan Poole skoraði 15 af 25 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Golden State Warriors vann 120-107 sigur á Houston Rockets en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í níu leikjum á tímabilinu. Stephen Curry bætti við 20 stigum, Andrew Wiggins var með 16 stig og Draymond Green skoraði 6 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jae'Sean Tate var með 21 stig og 10 fráköst í áttunda tapleik Houston í röð. A cool 30 from @RealDealBeal23 @WashWizards get the win behind Bradley Beal's second 30-PT game of the season! pic.twitter.com/oGnh1X1SeP— NBA (@NBA) November 8, 2021 Bradley Beal skoraði 30 stig þegar Washington Wizards vann 101-94 á meisturum Milwaukee Bucks. Wizards liðið vann þarna sinn sjöunda sigur i tíu leikjum og hefur ekki byrjað betur síðan 2014-15 tímabilið. Aðra sögu eru að segja að meisturum Bucks. Giannis Antetokounmpo var með 29 stig og 18 fráköst en kom ekki í veg fyrir fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Clutch Cole @The_ColeAnthony drops a season-high 33 PTS and knocks down some crucial late buckets in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/m4l602NA0p— NBA (@NBA) November 8, 2021 Cole Anthony skoraði 24 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann Utah Jazz 107-100. Utah liðið tapaði þarna annað kvöldið í röð eftir að hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Donovan Mitchell skoraði 21 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 21 stig og 15 fráköst. Putting on a show in The Garden @rickyrubio9 drops a career-high 37 PTS with a career-high 8 3PM in the @cavs win in NYC! pic.twitter.com/XYqh7hdQRH— NBA (@NBA) November 8, 2021 Ricky Rubio skoraði 37 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 126-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta er það mesta sem Spánverjinn hefur skorað í einum leik í deildinni. Hann hafði mest skorað 34 stig í einum leik fyrir þennan leik. Cleveland liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og sjö af ellefu leikjum. Rubio kom inn af bekknum og gaf einnig tíu stoðsendingar í leiknum. Hann er fyrsti maðurinn í sögu NBA til að koma með að minnsta kosti 35 stig, 10 stoðsendingar og átta þrista af bekknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira