Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2021 21:23 Víða mátti sjá myndir af Lenín og Stalín, sem göngufólk hélt á lofti. AP/Pavel Golovkin Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag. Rússland Sovétríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag.
Rússland Sovétríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira