Dagbók frá Glasgow Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:31 Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Loftslagsmál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun