„Hjarta hennar sló líka!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 23:34 „Ekki ein í viðbót!“ hrópuðu mótmælendur, sem söfnuðust saman víða um Pólland í dag. Þeirra á meðal var Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. epa/Sebastian Borowski „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. „Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian. Pólland Þungunarrof Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
„Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira