NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 18:30 Robert Sarver fagnar því að komast í lokaúrslitin í vor EPA-EFE/ETIENNE LAURENT NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver. NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver.
NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira