Knicks byrjaði tímabilið af miklum krafti en hafði tapað tveimur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Milwaukee Bucks, sem hefur byrjað leiktíðina rólega, í nótt.
Derrick Rose kom sterkur inn af bekknum hjá Knicks og skilaði 23 stigum á blað í fimmtán stiga sigri Knicks, 113-98. Julius Randle stigahæstur í liði Knicks með 32 stig en Giannis Antetokounmpo var stigahæstur gestanna með 25 stig.
A couple BIG comebacks on the road tonight!@nyknicks: 21-point comeback W @LAClippers: 20-point comeback W pic.twitter.com/bIJmHk9um8
— NBA (@NBA) November 6, 2021
Golden State Warriors deilir toppsæti Vesturdeildarinnar með Utah Jazz og vann öruggan sigur á New Orleans Pelicans í nótt, 126-85 þar sem hinn ungi Jordan Poole fór mikinn og var stigahæstur með 26 stig.
Úrslit næturinnar
Detroit Pistons - Brooklyn Nets 90-96
Orlando Magic - San Antonio Spurs 89-102
Washington Wizards - Memphis Grizzlies 115-87
Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 101-102
Milwaukee Bucks - New York Knicks 98-113
Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 84-104
Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 126-85
Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 110-106
Sacramento Kings - Charlotte Hornets 140-110