Ekki spilað fyrir England eftir hótelheimsóknina á Íslandi og bað um frí Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Mason Greenwood hefur ekki leikið annan A-landsleik eftir að hafa mætt Íslandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. VÍSIR/GETTY Hinn tvítugi Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, baðst undan því að taka þátt í verkefnum enska landsliðsins í fótbolta fyrri hluta þessarar leiktíðar. Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira