„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 21:30 Viðmælendur fréttastofu á Akranesi segjast skilja að þar þurfi að herða á ráðstöfnunum vegna Covid-bylgju þar í bæ. Mynd/Stöð2 Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51