Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. nóvember 2021 21:49 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Stöð 2 Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira