Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 19:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir það hafa lengi staðið til að einfalda gjaldskránna. Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“ Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“
Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40
Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57