Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 18:01 Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Mynd/Skjáskot Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. „Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
„Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira