Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 18:01 Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Mynd/Skjáskot Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. „Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
„Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira