„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 136 landsleikjum sínum. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. Í viðtali við Forbes ræðir Sara um óléttuna og hvað tekur við eftir að barn hennar kemur í heiminn. Hana dreymir um að spila á EM næsta sumar sem yrði hennar fjórða Evrópumót á ferlinum. "I picture myself playing in England & after the game getting my baby in my arms with all the Icelandic fans in the stands" my exclusive interview with @sarabjork18 on dealing with pregnancy and coming back to play in the @UEFAWomensEURO for @ForbesSports https://t.co/sKtSsPBmFU pic.twitter.com/Ws9UK6hLsp— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 4, 2021 „Ég sé mig fyrir mér spila á Englandi og fá barnið í fangið eftir leik með alla íslensku stuðningsmennina í stúkunni. Hugurinn er þar en sjáum hvort líkaminn fylgi með,“ sagði Sara. Hún vinnur núna að heimildamynd með íþróttavöruframleiðandanum PUMA og fjölmiðlafyrirtækinu Copa 90 um óléttuna og endurkomuna á völlinn. Sara segir óléttuna ólíka öllu öðru sem hún hefur áður upplifað. „Líkamlega hefur þetta augljóslega verið áskorun. Ég hef alltaf verið í formi, með stjórn á líkama mínum, hvernig ég æfi, hvíli og nærist. Núna snýst þetta ekki bara um mig. Ég þarf að sinna barninu sem er að vaxa inni í mér. Það hefur verið áskorun að halda aftur af sér á æfingum. Það hafa orðið breytingar á líkama mínum sem ég ræð ekkert við. Það er kannski það erfiðasta því ég hef alltaf haft góða stjórn á líkamanum en núna geri ég það ekki.“ Saknar fótboltans Sara segist hafa verið svolítið einangruð síðustu mánuði þar sem hún er vön að vera hluti af liði og nánast í daglegum samskiptum við samherja sína. Hún líkir þessu við að vera frá vegna meiðsla í nokkuð langan tíma. „Andlega er þetta upp og niður og allir dagar eru ólíkir. Auðvitað sakna ég fótboltans alltaf og þess að vera í kringum liðið og æfa. Hlakka til þess að hitta stelpurnar í búningsklefanum og hlæja með þeim. Hvað andlega þáttinn varðar hefur þetta verið mikil breyting,“ sagði Sara. Sara Björk hitar upp fyrir leik í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Caparros Hún segir að markmiðið með gerð heimildarmyndarinnar sé að sýna að það sé hægt að vera móðir og afrekskona í íþróttum á hæsta getustigi. Að sögn Söru eru barneignir hálfgert feimnismál meðal íþróttakvenna og lítið hafi verið gert til að tryggja réttindi þeirra sem eignast börn á meðan ferilinn stendur yfir. Hræddar að stofna fjölskyldu „Margar íþróttakonur eru hræddar við að eignast barn á meðan ferlinum stendur. Það er óhugnanlegt, þú veist ekki hvort þú ert að fórna ferlinum. Það eru ekki margar fyrirmyndir sem sýna að þetta sé hægt. Ég held að íþróttakonur séu enn hræddar að stofna fjölskyldu,“ sagði Sara. „Þetta er augljóslega eitthvað sem þú talar um. Þú talar um fjölskyldu og barneignir við liðsfélagana. En það hefur ekki mikið verið rætt um þetta og þetta er hálfgert feimnismál innan íþróttaheims kvenna því við einbeitum okkur bara að ferlinum. Við höfum ekki haft neinn rétt og ekki verið leyft að íhuga að eignast börn á meðan ferlinum stendur. Oftast hugsum við um að stofna fjölskyldu eftir ferilinn. Árið er 2021 og það er mjög skrítið að þetta sé ekki jafn opið og það ætti að vera. Þetta ætti að vera venjulegasti hlutur í heimi og við erum að reyna að gera það með þessari heimildamynd. Að sýna fram á að þetta sé möguleiki og tækifæri sem við getum nýtt. Þetta er áskorun en möguleg.“ Sara Björk ætlar að spila á fjórða Evrópumóti sínu næsta sumar.vísir/bára Þegar Sara greindi frá óléttunni sagði lið hennar, Lyon í Frakklandi, að það ætlaði að styðja við bakið á henni og hjálpa henni að koma til baka. Sara gekk í raðir Lyon í fyrra og varð þá Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lyon vann þá gamla liðið hennar Söru, Wolfsburg, með þremur mörkum gegn einu. Sem fyrr sagði ætlar Sara sér að spila með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. „Auðvitað langar mig að koma til baka og spila á EM. Hugurinn fer með mig á staði þar sem ég get leyft mér að dreyma. Og oft tekst það. Þú veist aldrei alveg hvernig líkaminn bregst við og hvernig þér á eftir að líða. Ég vona að líkaminn fari með mig þangað. Þú veist aldrei en ég held að það sé raunhæft. Ef allt gengur vel get ég spilað á EM. Ef ekki veit ég að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það ganga. Ég verð bara að sjá hvort líkaminn vinni með mér,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 landsleiki. Viðtalið við Forbes má lesa með því að smella hér. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í viðtali við Forbes ræðir Sara um óléttuna og hvað tekur við eftir að barn hennar kemur í heiminn. Hana dreymir um að spila á EM næsta sumar sem yrði hennar fjórða Evrópumót á ferlinum. "I picture myself playing in England & after the game getting my baby in my arms with all the Icelandic fans in the stands" my exclusive interview with @sarabjork18 on dealing with pregnancy and coming back to play in the @UEFAWomensEURO for @ForbesSports https://t.co/sKtSsPBmFU pic.twitter.com/Ws9UK6hLsp— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 4, 2021 „Ég sé mig fyrir mér spila á Englandi og fá barnið í fangið eftir leik með alla íslensku stuðningsmennina í stúkunni. Hugurinn er þar en sjáum hvort líkaminn fylgi með,“ sagði Sara. Hún vinnur núna að heimildamynd með íþróttavöruframleiðandanum PUMA og fjölmiðlafyrirtækinu Copa 90 um óléttuna og endurkomuna á völlinn. Sara segir óléttuna ólíka öllu öðru sem hún hefur áður upplifað. „Líkamlega hefur þetta augljóslega verið áskorun. Ég hef alltaf verið í formi, með stjórn á líkama mínum, hvernig ég æfi, hvíli og nærist. Núna snýst þetta ekki bara um mig. Ég þarf að sinna barninu sem er að vaxa inni í mér. Það hefur verið áskorun að halda aftur af sér á æfingum. Það hafa orðið breytingar á líkama mínum sem ég ræð ekkert við. Það er kannski það erfiðasta því ég hef alltaf haft góða stjórn á líkamanum en núna geri ég það ekki.“ Saknar fótboltans Sara segist hafa verið svolítið einangruð síðustu mánuði þar sem hún er vön að vera hluti af liði og nánast í daglegum samskiptum við samherja sína. Hún líkir þessu við að vera frá vegna meiðsla í nokkuð langan tíma. „Andlega er þetta upp og niður og allir dagar eru ólíkir. Auðvitað sakna ég fótboltans alltaf og þess að vera í kringum liðið og æfa. Hlakka til þess að hitta stelpurnar í búningsklefanum og hlæja með þeim. Hvað andlega þáttinn varðar hefur þetta verið mikil breyting,“ sagði Sara. Sara Björk hitar upp fyrir leik í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Caparros Hún segir að markmiðið með gerð heimildarmyndarinnar sé að sýna að það sé hægt að vera móðir og afrekskona í íþróttum á hæsta getustigi. Að sögn Söru eru barneignir hálfgert feimnismál meðal íþróttakvenna og lítið hafi verið gert til að tryggja réttindi þeirra sem eignast börn á meðan ferilinn stendur yfir. Hræddar að stofna fjölskyldu „Margar íþróttakonur eru hræddar við að eignast barn á meðan ferlinum stendur. Það er óhugnanlegt, þú veist ekki hvort þú ert að fórna ferlinum. Það eru ekki margar fyrirmyndir sem sýna að þetta sé hægt. Ég held að íþróttakonur séu enn hræddar að stofna fjölskyldu,“ sagði Sara. „Þetta er augljóslega eitthvað sem þú talar um. Þú talar um fjölskyldu og barneignir við liðsfélagana. En það hefur ekki mikið verið rætt um þetta og þetta er hálfgert feimnismál innan íþróttaheims kvenna því við einbeitum okkur bara að ferlinum. Við höfum ekki haft neinn rétt og ekki verið leyft að íhuga að eignast börn á meðan ferlinum stendur. Oftast hugsum við um að stofna fjölskyldu eftir ferilinn. Árið er 2021 og það er mjög skrítið að þetta sé ekki jafn opið og það ætti að vera. Þetta ætti að vera venjulegasti hlutur í heimi og við erum að reyna að gera það með þessari heimildamynd. Að sýna fram á að þetta sé möguleiki og tækifæri sem við getum nýtt. Þetta er áskorun en möguleg.“ Sara Björk ætlar að spila á fjórða Evrópumóti sínu næsta sumar.vísir/bára Þegar Sara greindi frá óléttunni sagði lið hennar, Lyon í Frakklandi, að það ætlaði að styðja við bakið á henni og hjálpa henni að koma til baka. Sara gekk í raðir Lyon í fyrra og varð þá Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lyon vann þá gamla liðið hennar Söru, Wolfsburg, með þremur mörkum gegn einu. Sem fyrr sagði ætlar Sara sér að spila með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. „Auðvitað langar mig að koma til baka og spila á EM. Hugurinn fer með mig á staði þar sem ég get leyft mér að dreyma. Og oft tekst það. Þú veist aldrei alveg hvernig líkaminn bregst við og hvernig þér á eftir að líða. Ég vona að líkaminn fari með mig þangað. Þú veist aldrei en ég held að það sé raunhæft. Ef allt gengur vel get ég spilað á EM. Ef ekki veit ég að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það ganga. Ég verð bara að sjá hvort líkaminn vinni með mér,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 landsleiki. Viðtalið við Forbes má lesa með því að smella hér.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira