Íslenska óperan í fyrsta sinn á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 13:31 Fara með óperuna La Travita til landsbyggðarinnar. Íslenska óperan Íslenska óperan leggur land undir fót helgina 13.-14. nóvember þegar hún setur upp La Travita í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það verður í fyrsta sinn sem ópera í fullri stærð er sett upp í höfuðstað Norðurlands. Á föstudags- og laugardagskvöld fer La Travita eftir Verdi aftur á fjalirnar í Eldborg, en hún var sýnd fyrir fullu húsi sex sinnum árið 2019, hlaut lof gagnrýnenda og hefur nú verið leigð út til nokkurra erlendra óperuhúsa. Þann 13. nóvember leggur sýningin svo í víking til Akureyrar og verður sett upp í Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar. Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við aukasýningu í Hofi klukkan 16:00 sunnudaginn 14. nóvember. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, segir uppsetningu óperunnar tímamót í íslenskri menningarsögu og ávinning af henni fyrir listalíf landsfjórðungsins ómetanlegt. „Einnig er það fagnaðarefni að samstarfið mun veita atvinnutónlistarmönnum á öllu landinu tækifæri til að taka þátt í sýningu í svo háum gæðaflokki,“ bætir hann við. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar (Artistic Director SinfoniaNord).Mynd/Hjalti Arnason Fyrsta sinn á landsbyggðinni Það er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Anna-Maria Helsing sem sér um tónlistarflutning, bæði í Eldborg og Hofi, og að sýningunni koma einnig dansarar og 30 manna kór Íslensku óperunnar. Þetta verður í fyrsta sinn Íslenska óperan leggur í ferðalag út á land en vonandi ekki það síðasta. „Við viljum reyna að halda áfram á þessari vegferð,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri. „Íslenska óperan er auðvitað þjóðarinnar allrar og við viljum að sem flestir landsmenn geti notið sýninga okkar,“ segir Steinunn. „Óperan La Travita þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið. Hún er ástarsaga fylgdarkonu frá París og ungs manns utan af landi en þau eiga í forboðnu ástarsambandi sem úr verður mikill harmleikur,“ segir í tilkynningu frá Íslensku óperunni. Hof á Akureyri.Vísir/Vilhelm Sterk baráttukona Herdís Anna Jónasdóttir sem hlaut grímuverðlaun fyrir túlkun sína á söguhetjunni Víólettu segir persónuna að mörgu leyti einstaka í óperu bókmenntunum „Þar er oft hlutskipti kvenhetjan að vera einhvers konar fórnarlamb eða þá verðlaunagripur fyrir karlhetjuna; þær eru ýmist ambáttir eða prinsessur. Víóletta sker sig frá öðrum hlutverkum því hún er sterk kona með mikinn persónuleika og er að reyna að berjast út úr þeim aðstæðum sem hún er í,“ segir Herdís. Þá sé hlutverkið afar krefjandi vegna þess að hún fari með mikinn texta og fylgi persónunni í gegn um allan skala tilfinninganna, „Frá hæstu hæðum og gleði í veisluhöldum yfir í að bíða dauðans.“ Akureyri Íslenska óperan Menning Leikhús Tengdar fréttir Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33 Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. 19. október 2021 16:01 Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. 21. maí 2021 12:32 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á föstudags- og laugardagskvöld fer La Travita eftir Verdi aftur á fjalirnar í Eldborg, en hún var sýnd fyrir fullu húsi sex sinnum árið 2019, hlaut lof gagnrýnenda og hefur nú verið leigð út til nokkurra erlendra óperuhúsa. Þann 13. nóvember leggur sýningin svo í víking til Akureyrar og verður sett upp í Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar. Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við aukasýningu í Hofi klukkan 16:00 sunnudaginn 14. nóvember. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, segir uppsetningu óperunnar tímamót í íslenskri menningarsögu og ávinning af henni fyrir listalíf landsfjórðungsins ómetanlegt. „Einnig er það fagnaðarefni að samstarfið mun veita atvinnutónlistarmönnum á öllu landinu tækifæri til að taka þátt í sýningu í svo háum gæðaflokki,“ bætir hann við. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar (Artistic Director SinfoniaNord).Mynd/Hjalti Arnason Fyrsta sinn á landsbyggðinni Það er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Anna-Maria Helsing sem sér um tónlistarflutning, bæði í Eldborg og Hofi, og að sýningunni koma einnig dansarar og 30 manna kór Íslensku óperunnar. Þetta verður í fyrsta sinn Íslenska óperan leggur í ferðalag út á land en vonandi ekki það síðasta. „Við viljum reyna að halda áfram á þessari vegferð,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri. „Íslenska óperan er auðvitað þjóðarinnar allrar og við viljum að sem flestir landsmenn geti notið sýninga okkar,“ segir Steinunn. „Óperan La Travita þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið. Hún er ástarsaga fylgdarkonu frá París og ungs manns utan af landi en þau eiga í forboðnu ástarsambandi sem úr verður mikill harmleikur,“ segir í tilkynningu frá Íslensku óperunni. Hof á Akureyri.Vísir/Vilhelm Sterk baráttukona Herdís Anna Jónasdóttir sem hlaut grímuverðlaun fyrir túlkun sína á söguhetjunni Víólettu segir persónuna að mörgu leyti einstaka í óperu bókmenntunum „Þar er oft hlutskipti kvenhetjan að vera einhvers konar fórnarlamb eða þá verðlaunagripur fyrir karlhetjuna; þær eru ýmist ambáttir eða prinsessur. Víóletta sker sig frá öðrum hlutverkum því hún er sterk kona með mikinn persónuleika og er að reyna að berjast út úr þeim aðstæðum sem hún er í,“ segir Herdís. Þá sé hlutverkið afar krefjandi vegna þess að hún fari með mikinn texta og fylgi persónunni í gegn um allan skala tilfinninganna, „Frá hæstu hæðum og gleði í veisluhöldum yfir í að bíða dauðans.“
Akureyri Íslenska óperan Menning Leikhús Tengdar fréttir Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33 Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. 19. október 2021 16:01 Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. 21. maí 2021 12:32 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33
Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. 19. október 2021 16:01
Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. 21. maí 2021 12:32