Taldi sig eiga rétt á bólusetningarvottorði eftir meðferð hjá hómópata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 16:45 Aaron Rodgers er frábær leikmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL deildarinnar á síðustu leiktíð. AP/Rick Scuteri Það er talsvert fjaðrafok í kringum fréttirnar af kórónusmiti NFL-stjörnunnar Aaron Rodgers en hann missir af næsta leik liðsins um helgina. Aaron Rodgers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð og undir hans forystu hefur Green Bay Packers liðið nú unnið sjö leiki í röð. Þarna er því á ferðinni ein stærsta stjarna deildarinnar. #Packers QB Aaron Rodgers received homeopathic treatment from his personal doctor to raise his antibody levels and asked the NFL to review his status. The NFL, NFLPA and joint docs ruled him as unvaccinated. Now, he has COVID-19. More here: https://t.co/YtnH67bn18— Ian Rapoport (@RapSheet) November 3, 2021 Umræðan um bólusetningarvottorð leikmannsins hefur stolið fyrirsögnunum í gær og dag. Rodgers taldi sig sjálfan sig vera með ónæmi fyrir veirunni og var að berjast fyrir því að fá slíkan stimpil frá NFL-deildinni. Rodgers fó þó ekki í bólusetningu heldur fór hann í staðinn í það að styrkja ónæmiskerfið sitt í gegnum meðferð hjá hómópata. Hann hélt því síðan fram að með því ætti hann skilið að fá sömu réttindi og þeir sem höfðu fengið bólusetningu. Rodgers fór í umrædda meðferð fyrir tímabilið en eftir smitið hans í gær er ljóst að það gekk ekki alveg upp hjá honum. Viðræður milli NFL og Rodgers um þetta vottorð höfðu staðið yfir en á endanum fékk hann skiljanlega ekki bólusetningarvottorðið. Aaron Rodgers getting vaccinated pic.twitter.com/nFofDQqJ1K— NFL Memes (@NFL_Memes) November 3, 2021 Green Bay Packers segist hafa farið eftir öllum reglum sem gilda um óbólusetta leikmenn en í þau skipti sem Rodgers hefur sést opinberlega lítur ekki út fyrir að hann hafi haft miklar áhyggjur af smitvörnum. Rodgers á að hafa borið grímu þegar hann var innanhúss hjá Green Bay Packers en hann mætti grímulaus á alla fjölmiðlafundi. Aðrir leikmenn liðsins veittu bara viðtöl á fjarfundum. NFL deildin gaf það út að hún ætli að skoða betur verklag Packers mann í kringum aðalleikstjórnanda sinn. Rodgers missir af næsta leik Green Bay Packers liðsins og af því að hann var óbólusettur þarf hann að vera í einangrun í tíu daga. Hann mun ekki geta spilað aftur fyrr en í fyrsta lagi 13. nóvember næstkomandi. Here s the video on August 26th when Aaron Rodgers was directly asked if he had been vaccinated pic.twitter.com/kskQDRpWi8— Chancellor Johnson (@ChancellorTV) November 3, 2021 NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Aaron Rodgers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð og undir hans forystu hefur Green Bay Packers liðið nú unnið sjö leiki í röð. Þarna er því á ferðinni ein stærsta stjarna deildarinnar. #Packers QB Aaron Rodgers received homeopathic treatment from his personal doctor to raise his antibody levels and asked the NFL to review his status. The NFL, NFLPA and joint docs ruled him as unvaccinated. Now, he has COVID-19. More here: https://t.co/YtnH67bn18— Ian Rapoport (@RapSheet) November 3, 2021 Umræðan um bólusetningarvottorð leikmannsins hefur stolið fyrirsögnunum í gær og dag. Rodgers taldi sig sjálfan sig vera með ónæmi fyrir veirunni og var að berjast fyrir því að fá slíkan stimpil frá NFL-deildinni. Rodgers fó þó ekki í bólusetningu heldur fór hann í staðinn í það að styrkja ónæmiskerfið sitt í gegnum meðferð hjá hómópata. Hann hélt því síðan fram að með því ætti hann skilið að fá sömu réttindi og þeir sem höfðu fengið bólusetningu. Rodgers fór í umrædda meðferð fyrir tímabilið en eftir smitið hans í gær er ljóst að það gekk ekki alveg upp hjá honum. Viðræður milli NFL og Rodgers um þetta vottorð höfðu staðið yfir en á endanum fékk hann skiljanlega ekki bólusetningarvottorðið. Aaron Rodgers getting vaccinated pic.twitter.com/nFofDQqJ1K— NFL Memes (@NFL_Memes) November 3, 2021 Green Bay Packers segist hafa farið eftir öllum reglum sem gilda um óbólusetta leikmenn en í þau skipti sem Rodgers hefur sést opinberlega lítur ekki út fyrir að hann hafi haft miklar áhyggjur af smitvörnum. Rodgers á að hafa borið grímu þegar hann var innanhúss hjá Green Bay Packers en hann mætti grímulaus á alla fjölmiðlafundi. Aðrir leikmenn liðsins veittu bara viðtöl á fjarfundum. NFL deildin gaf það út að hún ætli að skoða betur verklag Packers mann í kringum aðalleikstjórnanda sinn. Rodgers missir af næsta leik Green Bay Packers liðsins og af því að hann var óbólusettur þarf hann að vera í einangrun í tíu daga. Hann mun ekki geta spilað aftur fyrr en í fyrsta lagi 13. nóvember næstkomandi. Here s the video on August 26th when Aaron Rodgers was directly asked if he had been vaccinated pic.twitter.com/kskQDRpWi8— Chancellor Johnson (@ChancellorTV) November 3, 2021
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira