Það var vitað að leikur kvöldsins yrði brekka fyrir gestina úr Hafnafirði en þær byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru aðeins tveimur stigum undir að loknum fyrsta leikhluta. Heimakonur náðu aðeins betri tökum í öðrum leikhluta en munurinn þó aðeins sjö stig í hálfleik, staðan þá 32-25.
Í þeim síðari var hins vegar annað upp á teningnum, sóknarleikur Hauka hrökk í baklás og liðið skoraði aðeins átta stig í öllum síðari hálfleik. Á sama tíma skoruðu heimakonur heil 50 stig og unnu leikinn einkar sannfærandi, 82-33.
Lovísa Henningsdóttir var stigahæst í liði Hauka með níu stig, Haiden Palmer kom þar á eftir með sex stig.