Klopp um kvöldið: Hafa aldrei spilað vinalegan leik síðan Simeone tók við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:01 Það hefur verið mikið fjör og nóg af mörkum í síðustu leikjunum á milli liða Diego Simeone og Jürgen Klopp. Þeir tveir eru ekki alltof góðir vinir heldur. Getty/Baldesca Samper Það fór ekkert alltof vel á með knattspyrnustjórnunum Jürgen Klopp og Diego Simeone eftir síðasta leik Liverpool og Atletico og nú var það staðfest fyrir leik að þeir munu ekki takast í hendur eftir leik liðanna í kvöld. Enn meiri olía á eldinn sem logaði vel fyrir. Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira