Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 00:09 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars. Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars.
Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46