Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2021 22:22 Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, og aðstoðarleikskólastjóri. Arnar Halldórsson Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán: Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán:
Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21