Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2021 22:22 Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, og aðstoðarleikskólastjóri. Arnar Halldórsson Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán: Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán:
Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21