Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 12:09 Fjögur smit greindust á Selfossi í gær. Vísir 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13