Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum höldum við áfram að tala um væringarnar innan Eflingar og ræðum meðal annars við Drífu Snædal forseta ASÍ um þetta mál sem hefur skekið verkalýðshreyfinguna síðustu daga.

Einnig heyrum við í Agnieszku Ewu Ziółkowsku varaformann Eflingar sem ætlar að sitja áfram og segir kröfur um annað vera svívirðilegar. 

Þá verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um COP26 ráðstefnuna í Glasgow en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ræðu á ráðstefnunni síðar í dag.

 Einnig verður fjallað um starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem hafa nú verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum og segjum frá örtröð sem myndaðist við sýnatökur á Selfossi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×