Einnig heyrum við í Agnieszku Ewu Ziółkowsku varaformann Eflingar sem ætlar að sitja áfram og segir kröfur um annað vera svívirðilegar.
Þá verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um COP26 ráðstefnuna í Glasgow en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ræðu á ráðstefnunni síðar í dag.
Einnig verður fjallað um starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem hafa nú verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum og segjum frá örtröð sem myndaðist við sýnatökur á Selfossi í morgun.