Eysteinn fengið áhugaverð símtöl: „Pínu sérstakt að vera sagt upp núna“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrðu liði Keflavíkur saman. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að karlalið Keflavíkur í fótbolta hafi unnið 1. deild í fyrra og haldið sæti sínu í efstu deild í ár var Eysteini Húna Haukssyni, öðrum þjálfara liðsins, sagt upp í haust. Ákvörðunin kom honum á óvart en Eysteinn útilokar ekki að starfa áfram í Keflavík þó að hann hafi einnig fengið áhugaverð símtöl víða af landinu. Eysteinn er frá Egilsstöðum en hefur starfað fyrir Keflavík drjúgan hluta ævinnar, sem leikmaður og þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á árunum 2016-2018 og tók svo við sem aðalþjálfari á miðju tímabili 2018 – sumri sem Keflvíkingar vilja gleyma sem fyrst en þeir féllu þá úr efstu deild án þess að vinna leik: „Það var gríðarlega erfitt ár og mér datt eiginlega ekki í hug að ég yrði ráðinn áfram en ákvað samt að selja stjórninni mína hugmyndafræði og hélt fund með henni um það hvernig ég sæi fyrir mér framtíð Keflavíkur. Við höfum í rauninni algjörlega haldið okkur við þær hugmyndir að öllu leyti og erum að mínu mati á hárréttri leið, og þess vegna er pínu sérstakt að vera sagt upp núna,“ segir Eysteinn. Veit hvaða verki ég hef skilað Hann var sem sagt aðalþjálfari Keflavíkur í þrjár og hálfa leiktíð en síðustu tvær leiktíðir hafa þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrt liðinu saman. Sigurður Ragnar er áfram þjálfari liðsins og hefur hann fengið Harald Frey Guðmundsson sem aðstoðarmann. En gekk samstarfið með Sigurði Ragnari þá ekki vel? „Ég sé enga ástæðu til að tjá mig um það. Ég tjáði mig bara um þetta við Sigga sjálfan, stjórnina og fólkið sem stendur í kringum mig en ég tel það alveg nóg. Ég veit hvaða verk ég hef lagt inn og er mjög sáttur við það,“ segir Eysteinn og bætir við: „Ég hef átt framúrskarandi samstarf við stjórnarmenn Keflavíkur og ætla ekki að fetta fingur út í það hvaða ákvörðun þeir taka. Þetta kom mér á óvart en það er langt því frá að ég ætli eitthvað að fara að láta eins og ég sé í einhverju stríði við stjórn Keflavíkur. Þeir taka þessa ákvörðun og það skiptir svo sem engu hvað mér finnst um hana. Þó að ég sé ekki uppalinn Keflvíkingur þá hef ég verið 14 ár af mínum 47 í Keflavík og hef haft ákveðin gildi í mínu starfi sem ég tel mig hafa staðið vel við. Mér finnst það mikill heiður að hafa staðið í sporum Joe Hooley, Kjartans Mássonar, Guðna Kjartanssonar og fleiri goðsagna. Ég sé bara núna hvað lífið hefur upp á að bjóða næst og hvað mig langar að gera.“ Fengið mjög áhugaverð símtöl Eysteinn er áfram starfandi fyrir Keflavík, alla vega í bili, sem þjálfari í yngri flokkum og honum býðst að halda því áfram. „Ég hef verið svona „lúxusþjálfari“ í yngri flokkunum þar sem að meistaraflokkurinn hefur auðvitað gengið fyrir. Ég er aðeins að skoða mín mál. Ég er með fínt tilboð frá barna- og unglingaráði Keflavíkur en mig langar að halda mig aðeins við meistaraflokksþjálfunina og er að klára UEFA Pro gráðuna núna, í frábærum hópi. Ég er búinn að fá mjög áhugaverðar hringingar og er að hugsa málin, og reikna með að það verði klárt í næstu viku hvað ég geri,“ segir Eysteinn. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða tilboð honum hafi borist: „Þetta er um allt land og á hinum ýmsu stigum fótboltans. Mér finnst fótboltinn mjög áhugaverður á öllum stigum og útiloka ekki neitt þegar það býðst að vinna við hann. Ég gæti þó alveg hugsað mér líka að prófa að gera eitthvað annað og hitta fjölskylduna oftar en 1-2 sinnum í viku í kvöldmat. Ég myndi því ekki kvíða því að gera eitthvað annað en fótboltinn hefur verið mín ástríða frá því áður en ég byrjaði að tala svo ég er að skoða allt mögulegt núna.“ Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira
Eysteinn er frá Egilsstöðum en hefur starfað fyrir Keflavík drjúgan hluta ævinnar, sem leikmaður og þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á árunum 2016-2018 og tók svo við sem aðalþjálfari á miðju tímabili 2018 – sumri sem Keflvíkingar vilja gleyma sem fyrst en þeir féllu þá úr efstu deild án þess að vinna leik: „Það var gríðarlega erfitt ár og mér datt eiginlega ekki í hug að ég yrði ráðinn áfram en ákvað samt að selja stjórninni mína hugmyndafræði og hélt fund með henni um það hvernig ég sæi fyrir mér framtíð Keflavíkur. Við höfum í rauninni algjörlega haldið okkur við þær hugmyndir að öllu leyti og erum að mínu mati á hárréttri leið, og þess vegna er pínu sérstakt að vera sagt upp núna,“ segir Eysteinn. Veit hvaða verki ég hef skilað Hann var sem sagt aðalþjálfari Keflavíkur í þrjár og hálfa leiktíð en síðustu tvær leiktíðir hafa þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrt liðinu saman. Sigurður Ragnar er áfram þjálfari liðsins og hefur hann fengið Harald Frey Guðmundsson sem aðstoðarmann. En gekk samstarfið með Sigurði Ragnari þá ekki vel? „Ég sé enga ástæðu til að tjá mig um það. Ég tjáði mig bara um þetta við Sigga sjálfan, stjórnina og fólkið sem stendur í kringum mig en ég tel það alveg nóg. Ég veit hvaða verk ég hef lagt inn og er mjög sáttur við það,“ segir Eysteinn og bætir við: „Ég hef átt framúrskarandi samstarf við stjórnarmenn Keflavíkur og ætla ekki að fetta fingur út í það hvaða ákvörðun þeir taka. Þetta kom mér á óvart en það er langt því frá að ég ætli eitthvað að fara að láta eins og ég sé í einhverju stríði við stjórn Keflavíkur. Þeir taka þessa ákvörðun og það skiptir svo sem engu hvað mér finnst um hana. Þó að ég sé ekki uppalinn Keflvíkingur þá hef ég verið 14 ár af mínum 47 í Keflavík og hef haft ákveðin gildi í mínu starfi sem ég tel mig hafa staðið vel við. Mér finnst það mikill heiður að hafa staðið í sporum Joe Hooley, Kjartans Mássonar, Guðna Kjartanssonar og fleiri goðsagna. Ég sé bara núna hvað lífið hefur upp á að bjóða næst og hvað mig langar að gera.“ Fengið mjög áhugaverð símtöl Eysteinn er áfram starfandi fyrir Keflavík, alla vega í bili, sem þjálfari í yngri flokkum og honum býðst að halda því áfram. „Ég hef verið svona „lúxusþjálfari“ í yngri flokkunum þar sem að meistaraflokkurinn hefur auðvitað gengið fyrir. Ég er aðeins að skoða mín mál. Ég er með fínt tilboð frá barna- og unglingaráði Keflavíkur en mig langar að halda mig aðeins við meistaraflokksþjálfunina og er að klára UEFA Pro gráðuna núna, í frábærum hópi. Ég er búinn að fá mjög áhugaverðar hringingar og er að hugsa málin, og reikna með að það verði klárt í næstu viku hvað ég geri,“ segir Eysteinn. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða tilboð honum hafi borist: „Þetta er um allt land og á hinum ýmsu stigum fótboltans. Mér finnst fótboltinn mjög áhugaverður á öllum stigum og útiloka ekki neitt þegar það býðst að vinna við hann. Ég gæti þó alveg hugsað mér líka að prófa að gera eitthvað annað og hitta fjölskylduna oftar en 1-2 sinnum í viku í kvöldmat. Ég myndi því ekki kvíða því að gera eitthvað annað en fótboltinn hefur verið mín ástríða frá því áður en ég byrjaði að tala svo ég er að skoða allt mögulegt núna.“
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira