Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.
Meðal þess sem drengirnir þurftu að gera í síðasta þætti var að flytja lag á sviðinu fyrir framan fullan sjónvarpssal af áhorfendum.
Auðunn flutti lagið Someone Like You með Adele og Steindi spreytti sig á laginu Halo með Beyoncé.
Báðir kvörtuðu þeir undan lagavalinu og töluðu þeir um að aðeins hafi verið hægt að velja mjög erfið lög.
Hér að neðan má sjá flutning Audda á laginu Someone Like You.
Hér að neðan má sjá flutning Steinda á laginu Halo.