Ekkert vonleysi hjá Katrínu Tönju þrátt fyrir vonbrigðin um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki nógu vel á strik á báðum stórmótum ársins. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var aldrei með í toppbaráttunni á Rogue Invitational CrossFit mótinu og endaði að lokum í fimmtánda sæti. Hún segist vera mjög spennt fyrir framhaldinu þrátt fyrir vonbrigðaár. Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira