Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:45 Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays. AP/Evan Agostini/Invision Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega. Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega.
Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira