Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 22:21 Frá hægri: Anna María Gunnarsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindarson og Hólmfríður Gísladóttir, stjórnandi Pallborðs dagsins. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Sjá meira
Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Sjá meira