Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 20:04 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum. COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Sjá meira
Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum.
COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19