Emil Pálsson er 28 ára fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með norska fyrstu deildar liðinu Sogndal.
Í frétt VG um málið segir að Emil hafi verið kominn til meðvitundar er hann var á leið í sjúkraþyrlu og að hann sé kominn undir læknishendur á Haukeland sjúkrahúsinu.
Talsmaður Sogndal segir að ekkert sé vitað um líðan Emils að svo stöddu og að fregna sé beðið frá liðslækninum sem fór um borð í sjúkraþyrluna með Emil.
Leikurinn var blásinn af fljótlega eftir að Emil hné niður og áhorfendum var smalað út af leikvanginum. Leikmenn gengu til búningsklefa. Tilkynnt hefur verið að leikurinn verði ekki kláraður í kvöld.
Nýjustu fregnir herma að Emil hafi farið í hjartastopp á meðan leik stóð en hafi verið endurlífgaður.