Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Snorri Másson skrifar 1. nóvember 2021 12:23 Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs furðaði sig á því í Silfrinu í gær, hve mikil viðbrögðin væru nú við innlögnum á sjúkrahús, miðað við hve hófleg þau voru í samanburði árið 2009, þegar svínaflensan reið yfir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir slíkan samanburð. Vísir Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21