„Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra helgi í Texas. Instagram/@crossfitgames Anníe Mist Þórisdóttir fékk að sjálfsögðu mikið hrós frá öllum sem fylgdust með frábærri frammistöðu hennar á Rogue Invitational stórmótinu í Texas um helgina. Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn. CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn.
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira