Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:00 Kári Kristján Kristjánsson ögraði Frömurum eftir að hafa skorað mark í Safamýrinni og fékk að lokum tveggja mínútna brottvísun. Stöð 2 Sport Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira