Anníe Mist aftur á pall og nú með fjölskylduna með sér: Hjarta mitt er fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist í fanginu strax eftir keppnina. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir vann silfurverðlaun á einu stærsta CrossFit móti ársins og nú fyrir framan nærfjölskyldu sína sem missti af því þegar hún vann bronsverðlaun á heimsleikunum í haust. Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira