Leikurinn á Króknum var einkar spennandi og á endanum munaði aðeins einu stigi á liðunum, lokatölur 78-79 og Stjarnan komin áfram í 8-liða úrslit.
Robert Eugene Turner III var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Hilmar Smári Henningsson kom þar á eftir með 19 stig. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur í liði Tindastóls með 23 stig.
Valur vann tíu stiga sigur í Smáranum, lokatölur 68-78. Kári Jónsson var stigahæstur í liði Vals með 21 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Kristófer Acox með 17 stig. Hjá Blikum var Samuel Prescott Jr. stigahæstur með 19 stig.
Njarðvík vann 16 stiga sigur á Álftanesi, lokatölur 84-100. Dedrick Deon Basile var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Isaiah Coddon var stigahæstur hjá Álftanesi með 17 stig.
Grindavík vann 12 stiga sigur á Hetti, lokatölur 86-74. Ivan Aurrecoechea Alcolado var stigahæstur í liði Grindavíkur með 21 stig ásamt því að taka 13 fráköst.