FÓLK framleiðir hönnun Gunnars Magnússonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2021 15:01 Dæmi um hönnun Gunnars Aðsent FÓLK Reykjavík og Gunnar Magnússon, sem hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands á föstudag, hafa undirritað samning um endurútgáfu og einkarétt á útgáfu hönnunar Gunnars og kynningar og markaðssetningar á hönnunarverkum hans og arfleifð næstu árin. FÓLK mun þróa vörur Gunnars til endurútgáfu í samstarfi við Gunnar og fjölskyldu með sjálfbærni og hringrás hráefna að leiðarljósi. Gunnar Magnússon þekkja margir Íslendingar sem eitt af stóru nöfnunum í íslenskri hönnunarsögu. „Hönnun Gunnars vakti mikla athygli á erlendri grundu og vann hann í samstarfi við nokkra af fremstu hönnuðum Dana eins og Borge Mogensen auk þess að ná góðum árangri í alþjóðlegum hönnunarsamkeppnum á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann snéri með fjölskylduna aftur til Íslands árið 1964 þar sem hann stofnaði eigin teiknistofu og vann í fjóra áratugi að fjölmörgum verkefnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, bæði hlutum og stærri verkefnum til dæmis fyrir Hótel Holt, Kennaraháskólann, Alþingi og banka,“ segir í tilkynningu frá FÓLK. „Það er til marks um gæði hönnunar Gunnars hvað hún stenst vel tímans tönn. Hún er skýrt framlag Íslendinga til Norrænnar hönnunarhefðar síðustu aldar sem nýtur enn í dag mikillar hylli á heimsvísu. Það er því mjög spennandi að fá tækfæri til að endurútgefa hana í samræmi við okkar áherslur um sjálfbærni og hringrás hráefna,“ segir Ragna Sara stofnandi og listrænn stjórnandi FÓLKs. Hönnunarmerkið Fólk er nýsköpunarfyrirtæki stofnað árið 2017 til að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna auk þess að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu. Vörur fyrirtækisins eru hannaðar eftir sérstökum skilyrðum þar sem meðal annars eru einungis notuð náttúruleg og endurunnin hráefni. Sýn FÓLKs er að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum sjálfbærari lífsstíl. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Nýsköpun Tengdar fréttir Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
FÓLK mun þróa vörur Gunnars til endurútgáfu í samstarfi við Gunnar og fjölskyldu með sjálfbærni og hringrás hráefna að leiðarljósi. Gunnar Magnússon þekkja margir Íslendingar sem eitt af stóru nöfnunum í íslenskri hönnunarsögu. „Hönnun Gunnars vakti mikla athygli á erlendri grundu og vann hann í samstarfi við nokkra af fremstu hönnuðum Dana eins og Borge Mogensen auk þess að ná góðum árangri í alþjóðlegum hönnunarsamkeppnum á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann snéri með fjölskylduna aftur til Íslands árið 1964 þar sem hann stofnaði eigin teiknistofu og vann í fjóra áratugi að fjölmörgum verkefnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, bæði hlutum og stærri verkefnum til dæmis fyrir Hótel Holt, Kennaraháskólann, Alþingi og banka,“ segir í tilkynningu frá FÓLK. „Það er til marks um gæði hönnunar Gunnars hvað hún stenst vel tímans tönn. Hún er skýrt framlag Íslendinga til Norrænnar hönnunarhefðar síðustu aldar sem nýtur enn í dag mikillar hylli á heimsvísu. Það er því mjög spennandi að fá tækfæri til að endurútgefa hana í samræmi við okkar áherslur um sjálfbærni og hringrás hráefna,“ segir Ragna Sara stofnandi og listrænn stjórnandi FÓLKs. Hönnunarmerkið Fólk er nýsköpunarfyrirtæki stofnað árið 2017 til að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna auk þess að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu. Vörur fyrirtækisins eru hannaðar eftir sérstökum skilyrðum þar sem meðal annars eru einungis notuð náttúruleg og endurunnin hráefni. Sýn FÓLKs er að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum sjálfbærari lífsstíl.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Nýsköpun Tengdar fréttir Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01