Handbolti

Teitur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson hefur farið vel af stað síðan hann gekk til liðs við Flensburg.
Teitur Örn Einarsson hefur farið vel af stað síðan hann gekk til liðs við Flensburg. VÍSIR/FACEBOOK-SÍÐA HSÍ

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn í úrvalslið sjöttu umferðar Meistaradeldar Evrópu eftir frábæra frammistöðu sína í fyrsta Mistaradeildarsigri Flensburg síðastliðinn fimmtudag.

Teitur skoraði sjö mörk fyrir Flensburg og hjálpaði þannig liði sínu að sækja sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Meistaradeildinni.

Eftir leikinn líkti þjálfari liðsins, Maik Machulla, hægri skyttunni við Alexander Petersson á sínum yngri árum.

„Teitur er eins og Alexander var fyrir fimmtán árum,“ sagði Machulla á blaðamannafundi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×