Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Snorri Másson skrifar 30. október 2021 12:04 Grímuskylda er ekki við lýði á Íslandi, en heilbrigðisráðherra hvetur fólk þó til þess að bera grímur á fjölmennum viðburðum. Allsherjaraflétting 18. nóvember má segja að hafi verið slegin út af borðinu. Vísir/Vilhelm Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira