Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Snorri Másson skrifar 29. október 2021 19:45 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór. Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór.
Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41