Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Smit hafa komið upp víða á Selfossi undanfarna daga. Vísir/Arnar Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir að þau hafi orðið vör við fjölgun smita síðastliðnar tvær vikur. „Það var auðvitað búið að vara við því í síðustu viku að þetta kraumaði undir niðri og við erum orðin svolítið áþreifanlega vör við það,“ segir Gísli í samtali við fréttstofu. Hann vísar til þess að mæting hafi verið dræm á málþing eldri borgara í vikunni, sem vanalega er þéttskipað, og rekur það til umræðunnar um smit í samfélaginu. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Selfoss ákveðið að fella niður allar æfingar og viðburði í dag og á morgun en nokkrir leikmenn og þjálfarar eru ýmist með Covid-19, í sóttkví eða í smitgátt. „Mér sýnist að fólk sé farið að fara svona varlega. Við höfum nú af og til verið að alvarlegar fréttir í vikunni, fólk sem er að veikjast, þannig að við teljum bara að það sé alveg full ástæða fyrir fólk til að fara varlega,“ segir Gísli. Hann segir fjölgun smitaðra einstaklinga hafa áhrif á samfélagið, einna helst þegar eitthvað gerist í skólum eða leikskólum. Áhrifin séu þó ekki orðin það mikil að það sjáist hreinlega á götum úti og enn sem komið eru áhrifin ekki mikil á starfsemi innan sveitarfélagsins. Engu að síður er áfram mikilvægt að fara varlega. „Við erum náttúrulega vel undirbúin og starfsfólkið okkar orðið gífurlega vel fært að takast á við þetta verkefni, en auðvitað er ekki nóg að vera vel undirbúin ef við gleymum okkur í einhverjum fögnuði yfir því að þetta sé búið þegar að svo er ekki rauninn,“ segir Gísli.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. 29. október 2021 12:20
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29. október 2021 10:20